Húseigendafélagið
 Prentvæn útgáfa

Öflugt starf í 90 ár

Húseigendafélagið var stofnað árið 1923 og er almennt hagsmunafélag allra fasteignaeigenda á Íslandi, hvort sem fasteignin er íbúð, einbýlishús, atvinnuhúsnæði, land eða jörð.

Félagar eru bæði einstaklingar, fyrirtæki og félög, þ.m.t. húsfélög í fjöleignarhúsum. Félagsmenn eru um átta þúsund og hefur farið jafnt og þétt fjölgandi undanfarna áratugi.

Fréttir | 02. mars 2013
Aðalfundir húsfélaga
SHG
Nú stendur yfir tími aðalfunda í húsfélögum sem halda ber einu sinni á ári fyrir lok apríl. Þar eru teknar ákvarðanir um hagsmuni og þýðingarmikil mál sem hafa í för með sér miklar skuldbindingar og fjárútlát. Það er forsenda fyrir lögmæti ákvörðunar og greiðsluskyldu eigenda að hún hafi verið tekin á fundi sem er löglega boðaður og haldinn. Húsfundur getur yfirleitt afgreitt mál með bindandi hætti án tillits til þess hversu margir sækja fund og yfirleitt dugir einfaldur meirihluti mættra fundarmanna til ákvarðana. Húsfundur hefur mikið vald og getur tekið mjög afdrifaríkar og íþyngjandi ákvarðanir sem binda eigendur og þess vegna eru í lögum gerðar ríkar kröfur til húsfunda.
:: meira
Fréttir | 24. janúar 2013
Hvað er Húseigendafélagið?
SHG
Spurt er: Hvað er Húseigendafélagið? Fyrir hvað stendur það? Hver eru markmið þess og baráttumál? Hver er hagurinn af félagsaðild? Hverju hefur félagið áorkað? Hér verður leitast við að svara þessum spurningum. Sérstaklega verður gerð grein fyrir aðild húsfélaga og húsfundaþjónustu félagsins en nú er einmitt genginn í garð tími aðalfunda í húsfélögum þar sem teknar eru teknar ákvarðanir sem varða mikla fjármuni hagsmuni. Þar er mikið í húfi og vissara að fara rétt að til að fyrirbyggja skakkaföll og sneiða hjá ógöngum.
:: meira
Fréttir | 30. mars 2012
Dómur Héraðsdóms Reykjaness um ólögfestar reglur nábýlisréttar
Nýlega féll dómur héraðsdóms í máli nr. E-2126/2010 þar sem álitaefni var uppi hvort eigendum grenitrjáa, sem staðsett voru við lóðamörk, væri skylt að fjarlægja þau eða ekki.
:: meira
Fréttir | 29. mars 2012
Viðhaldsvakning vorið 2012
Húshornið
Vorið 2012 stendur Húseigendafélagið fyrir hvatningar- og vakningarátaki í viðhaldi fasteigna, ásamt Samtökum iðnaðarins og Nýsköpunarmiðstöð Íslands og í samvinnu við Fréttatímann og þáttinn Samfélagið í nærmynd. Átakið felst aðallega í útgáfu fræðsluefnis, hvatningu og upplýsingamiðlun. Fréttatíminn gefur út á þessu vori þrjú vegleg sérblöð um viðhaldsmálefni, það fyrsta kom út 16. mars sl. og hin tvö koma í apríl og maí. Fræðsluefni, greinar, fréttir og upplýsingar koma frá ofangreindum þremur aðstandendum átaksins. Síðan er það Húshornið, sem er fastur vikulegur dálkur í Fréttatímanum (föstudaga) og vikuleg innkoma í Samfélagið í nærmynd (þriðjudaga). Þar munu sérfræðingar frá þessum þremur aðstandendum miðla fræðslu og upplýsingum og svara fyrirspurnum sem áhugasamir og fróðleiksþyrstir senda á netfangið hushorn@huso.is.
:: meira
Fréttir | 15. febrúar 2012
Húsfélög
Mitt er þitt og þitt er mitt
Fjöleignarhús eru hús sem skiptast í séreignir í eigu fleiri en eins aðila og í sameign. Þau geta verið fjölbýlishús með íbúðum eingöngu, blandað húsnæði og húsnæði til annars en íbúðar. Fjöleignarhús geta verið frá tvíbýlishúsum upp í stórhýsi með tugum og jafnvel hundruðum eignarhluta. Um fjöleignarhús gilda sérstök lög sem eru nr. 26 frá árinu 1994. Sameiginlegum málum verða eigendur fjöleignarhúsa að ráða í félagi. Þess vegna eru húsfélög lögboðin. Fjöleignarhús skipta tugum þúsunda og í hverju þeirra er húsfélag. Húsfélög eru því mýmörg og í þeim eru í það minnsta tugþúsundir félagsmenn. Húsfélagaformið er vísast algengasta félagaformið hér á landi og oft er húsfélag eina félagið sem fólk þekkir og tekur þátt í.
:: meira
Fréttir | 10. febrúar 2012
Húsfriðarspjöll
Gengið af göflum - Grannar í gíslingu
Á íbúum fjölbýlishúsa hvílir sú skylda að haga framkomu sinni, hagnýtingu og umgengni, þannig að aðrir íbúar verði ekki fyrir meiri ama og óþægindum en óhjákvæmilegt er. Þeim ber að taka sanngjarnt og eðlilegt tillit til sambýlisfólks síns og ekki má hagnýta sameiginlegt húsrými eða lóð til annars en hún er ætluð. Íbúum ber að virða hagsmuni og rétt sambýlinga og fara að skráðum og óskráðum umgengnisreglum og ákvörðunum húsfélagsins og að lögum, góðum siðum og venjum í hvívetna. Hin gullnu gildi sem ráða hvernig gengur og fer eru tillitssemi og umburðarlyndi. Þau verða að vera til staðar í ríkum mæli og í góðu jafnvægi ef sambýlið á að lukkast. Öll mannleg háttsemi, lestir og brestir, getur orðið að brotum og ónæði í augum og eyrum granna og dæmin sanna að fólk getur verið hver öðru til ama og leiðinda á óteljandi vegu.
:: meira
Fréttir | 02. febrúar 2012
Fólk og dýr í fjölbýli.
Um hunda, ketti, blindan hrút og ást í meinum.
Til Húseigendafélagsins rata mörg deilumál vegna dýra í mannheimum, einkum hunda og katta í fjölbýli, sem valda ama og ónæði og úlfúð. Þau dýr hafa fylgt manninum frá örófi og sú taug er römm og inngróin. Það er talinn allt að því helgur réttur manna að halda gæludýr en sá réttur er ekki alger og takmarkast af rétti granna til að lifa eðlilegu og heilbrigðu lífi án ónæðis og óþæginda, sem af dýrum getur stafað.. Það fylgir því mikl ábyrgð að halda hunda og ketti, bæði gagnvart dýrunum sjálfum og eins gagnvart umhverfinu og fólki sem í námunda er.
:: meira
Fréttir | 02. febrúar 2012
Fjölbýli í blíðu og stríðu.
Kynleg hljóð, kjötvinnsla og kattahvörf.
Í fjölbýlishúsum er fólk undir sama þaki og inn á gafli hvert hjá öðru. Slíkt hefur marga kosti en býður á hinn bóginn upp á vandamál, sem flest má rekja til mannlegra breiskleika og skorti á þeim þroska, tillitssemi og umburðarlyndi, sem er forsenda fyrir heilbrigðu og farsælu sambýli. Gott sambýli byggist á sífelldri málamiðlun þar sem gagnkvæmur skilningur, virðing, tillitssemi og umburðarlyndi vega þyngst. Fólk er misjafnt eins og það er margt. Einn vill fjör en annar frið. Einn vakir og bröltir meðan annar vill sofa. Einn vill þetta og annar vill hitt. Einn er fyrirferðamikill og hávær meðan annar er músin sem læðist. Á einn bítur ekkert meðan annar er viðkvæmnin uppmáluð. Meðalhófið er vandratað. Góður granni er gulli betri.
:: meira
Fréttir | 04. nóvember 2011
Úrræði húsfélags við vanefndir og brot eiganda
Í 55. gr. laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús er fjallað um úrræði húsfélags við vanefndir og brot eigenda. Þar kemur meðal annars fram, að gerist eigandi, annar íbúi húss eða afnotahafi sekur um gróf eða ítrekuð brot á skyldum sínum gagnvart húsfélaginu eða eigendum, einum eða fleirum, þá geti húsfélagið lagt bann við búsetu og dvöl hins brotlega í húsinu, gert honum að flytja og krafist þess að hann selji eignarhluta sinn. Áður en húsfélag grípur til slíkra aðgerða skuli það a.m.k. einu sinni skora á hinn brotlega að taka upp betri siði og vara hann við afleiðingum þess ef hann lætur sér ekki segjast.
:: meira
Fréttir | 28. október 2011
Nýr útboðsvefur fyrir neytendur opnaður
Naglinn eða www.nagli.is er nýr neytendamiðaður vefur sem stuðlar að heiðarlegum viðskiptum verktaka og verkkaupa. Markmið Naglans er meðal annars að spara báðum aðilum tíma og pening og minnka umstang við framkvæmdir. Heimasíða Naglans er vettvangur fyrir bæði iðnaðarmenn og þá sem vilja notfæra sér þjónustu þeirra. Væntanlegur kaupandi sendir lýsingu á verki sem hann vill láta vinna fyrir sig t.d. klæðningu á húsi. Iðnaðarmenn geta síðan sent viðkomandi tilboð í verkið og verkkaupinn fær upp ýmsar upplýsingar um þá sem bjóða þjónustuna eins og menntun, réttindi og kennitölu þeirra.
:: meira
Fréttir | 30. júní 2011
Heimreiðir. Aðkeyrslur. Bílastæði.
SHG
Heimreiðir eru algengt deiluefni í minni fjölbýlishúsum þar sem innkeyrsla er að bílskúr eða bílskúrum sem tilheyra sumum en ekki öllum. Deilt er um rétt til að leggja bílum í innkeyrslu og framan við bílskúra, um aðkomuréttinn og kostnað við standsetningu, viðhald og rekstur. Réttur eigenda fer í fyrsta lagi eftir því sem segir í þinglýsum heimildum um húsið en þar er sjaldnast stafur um það. Menn deila og stundum í blóðillu hver eigi innkeyrsluna og hver megi leggja hvar. Ef ekkert segir í þinglýstum gögnum er lóðin, þar á meðal innkeyrslan, í sameign allra en ekki í séreign bílskúrseigenda. Bílskúrseigendur eiga hins vegar rétt á hindrunarlausri aðkomu að bílskúrum sínum og það þýðir að aðrir mega ekki tálma eða hindra hana með því að leggja bílum þar að staðaldri a.m.k. Að því leyti er réttur þeirra aukinn umfram aðra.
:: meira
Fréttir | 30. júní 2011
Hundar, kettir, fólk og friður í fjölbýli
SHG
Til Húseigendafélagsins rata mörg deilumál vegna hunda og katta í fjölbýli sem eru þau gæludýr sem oftast valda ónæði, raska ró og kveikja úlfúð í fjölbýli. Þau dýr hafa fylgt manninum frá örófi og sú taug er mjög römm og inngróin. Það er víðast talinn allt að því helgur réttur manna að halda gæludýr en sá réttur er ekki alger og takmarkast af rétti granna til að lifa eðlilegu og heilbrigðu lífi án ama, ónæðis og óþæginda, sem af dýrum stafar eða getur stafað, standi eigendur sig ekki í stykkinu. Einhver sagði, og örugglega með réttu, að hundurinn sé besti vinur mannsins. En ef maðurinn er besti vinur hundsins, þá á hundgreyið ekki sjö daganna sæla, bætti annar vitringur við.
:: meira
Húseigendafélagið • Síðumúla 29 • 108 Reykjavík • Sími 588-9567 • Fax 588-9537 • Kennitala 640169-5249 • Vsk.nr. 11892 • postur@huso.is