• Tímagjaldið er kr. 14.000.- en fyrir fyrsta viðtalstíma (30 mínútur) og verk sem taka 30 mínútur eða skemmri tíma er þóknun kr. 12.500.-
  • Lögfræðiþjónustan er mjög eftirsótt og til að stytta biðtíma, auka skilvirkni og greiða aðgang að henni, er gjald fyrir viðtalstíma, kr. 12.500, greitt við bókun.
  • Afpanta má viðtalstíma fyrir kl. 11:00 daginn áður og óska eftir að fá gjaldið endurgreitt. Ef viðkomandi mætir ekki í tímann eða afþakkar hann ekki skv. framansögðu er haldið eftir forfallagjaldi kr. 7.000.-
  • Fyrir lögfræðivinnu utan skrifstofu og/eða utan venjulegs vinnutíma reiknast allt að 50% álag á tímagjaldið.
  • Svo viðtalstíminn nýtist sem best og verði sem árangurríkastur er brýnt að hafa meðferðis öll þau gögn sem skipt geta máli eða senda þau á netfangið postur@huso.is.
  • Svör við fyrirspurnum sem berast í tölvupósti eða símleiðis eru almennt gjaldfrjáls. Sé fyrirspurn hins vegar beint til lögfræðings er tekið gjald fyrir svarið.
  • Yfirleitt er miðað við 1 – 4 klukkustunda vinnu við hvert mál. Séu mál umfangsmeiri og tímafrekari falla þau almennt utan marka lögfræðiþjónustunnar og er þeim þá vísað til starfandi lögmanna enda er félagið ekki lögfræðistofa heldur hagsmunafélag sem veitir félögum sínum niðurgreidda lögfræðiaðstoð að ákveðnu marki.