Húseigendafélagið býður félagsmönnum sínum upp á þjónustu í húsaleigumálum sem tryggir öryggi í leiguviðskiptum og dregur úr fjárhagslegri áhættu vegna vanskila og skemmda á leiguhúsnæði. Lögfræðingar félagsins og aðrir starfsmenn eru sérfróðir á sviði leigumála. Þessi þjónusta er mjög hagkvæm miðað við þá hagsmuni sem í húfi eru. 


Húseigendafélagið tekur að sér gerð  leigusamninga, miðlar reynslu sinni og gefur upplýsingar um réttindi og skyldur aðila, lagaatriði og ráðstafanir, s.s. tryggingar o.fl. Við gerð leigusamnings er innifalin könnun á skilvísi leigjenda. 
Húseigendafélagið aðstoðar einnig leigusala þegar vandamál koma upp á leigutímanum eða við lok hans, t.d. vanskil á húsaleigu, greiðsluáskorun, riftunaryfirlýsing, uppsagnir o.fl. 

Kostir þess að Húseigendafélagið sjái um gerð löggilts leigusamnings: 

  • Húseigendafélagið sér til þess að leigusamningur leigusala sé þannig úr garði gerður að hann verndi hagsmuni hans þegar á reynir og að tryggingar fyrir leigufjárhæð og/eða skemmda sé fullnægjandi. 
     
  • Húseigendafélagið leiðbeinir leigusölum í rétta átt hvað úttektaraðila á leiguhúsnæði varðar. 
     
  •  Leigusala og leigutaka býðst að skrifa undir leigusamning á skrifstofu Húseigendafélagsins.

 

•    Fyrir gerð húsaleigusamninga um íbúðarhúsnæði er lágmarksþóknun kr. 36.000.- og er þá miðað við 2 tíma lögfræðivinnu. Innfaldar eru uppflettingar á vanskilaskrá. 


•    Sé um aukaþjónustu að ræða, t.d könnun á skilvísi leigjenda og yfirlýsingar um sjálfskuldarábyrgð, er tekin viðbótarþóknun sem miðast við kostnað og ofangreint tímagjald. 


•    Fyrir leigusamninga um atvinnuhúsnæði er lágmarksþóknun kr. 58.000.-, þ.e. miðað er við 4 tíma lögfræðivinnu. 


•    Þóknun fyrir uppsagnir, leigugreiðsluáskoranir, riftunaryfirlýsingar og þess háttar orðsendingar og tilkynningar er miðuð við tíma og tímagjald og er lágmarksþóknun kr. 12.500.- til 14.000.-


•    Fyrir rekstur útburðarmála er þóknun miðuð við tímagjald, kr. 14.000., með 50% álagi

Húseigendafélagið hefur ávallt stuðlað og barist fyrir auknu öryggi og festu á sviði 

húsaleigu og heiðarlegum viðskiptum og heilbrigðum leigumarkaði. Félagið barðist fyrir réttarbótum á þessu sviði og á það stóran þátt í núgildandi húsaleigulögum. Núgildandi lög gjörbreyttu réttarástandinu og höfðu í för með sér verulegar réttarbætur bæði fyrir leigusala og leigjendur og leigumarkaðinn í heild.

Það er og hefur verið stefna Húseigendafélagsins að leiga sé og eigi að vera einn af sjálfsögðum valkostum í húsnæðismálum. Fjárhagslegar, rekstrarlegar og skattalegar forsendur hafa enn ekki skapast að fullu en þó hefur ýmislegt færst í jákvæða átt í þeim efnum. Þó virðist stöðugur leigumarkaður eins og þekkist í nágrannalöndum okkar ekki vera alveg á næsta leiti en verður vonandi til á næstu árum. Það er brýnt að fasteignir, þ.m.t. leiguhúsnæði, verði vænlegur og samkeppnisfær fjárfestingakostur en til að svo megi verða þarf að búa fasteignarekstri viðunandi skilyrði skattalega og á annan hátt. Með því má auka framboð á almennu leiguhúsnæði og skapa forsendur og skilyrði fyrir eiginlegum og stöðugum leigumarkaði. Fyrir því mun Húseigendafélagið berjast áfram. 

Hér má nálgast nýjustu útgáfu húsaleigulaga nr. 36/1994

 

PANTA ÞJÓNUSTU


Ágæti félagsmaður til að panta þjónustu, vinsamlega skráðu þig inn á innrasvæði heimasíðunar.
Þú getur sótt um aðgang að innrasvæði síðunnar á forsíðu.